ASÍ og BSRB taka á móti formönnum flokka í framboði til alþingiskosninga.

Höfundur

Ritstjórn

ASÍ og BSRB taka á móti formönnum flokka í framboði til alþingiskosninga á Hilton Nordica, mánudaginn 18. nóvember klukkan 17:00 – 19:00.
Yfirskrift fundarins er Samfélag á krossgötum, en þar sitja formenn allra flokka í framboði á landsvísu fyrir svörum um stefnu í málum sem helst varða afkomu og lífsgæði launafólks í landinu. Þau verða knúin svara um þeirra sýn á hvernig samfélag þau vilja byggja, og fyrir hvern.

Pallborðinu stýra Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.

Tengdar fréttir

  • Hagspá ASÍ 2025 komin út

    Hagspá Alþýðusambands Íslands 2025 hefur nú verið birt. Spáin nær…

    Arnaldur Grétarsson

    30. okt 2025

  • Íslenskur vinnumarkaður 2025

    Íslenskur vinnumarkaður 2025 - skýrsla Alþýðusambands Íslands um vinnumarkaðsmál er…

    Ritstjórn

    21. okt 2025

  • Alþýðusambandið styður almenna skráningarskyldu leigusamninga

    Alþýðusambands Íslands (ASÍ)  fagnar  fyrirhuguðum breytingum á lögum þar sem…

    Ritstjórn

    17. okt 2025