ASÍ stendur við frétt um bensínverð og vísar ásökunum N1 á bug 

Höfundur

Ritstjórn

Höfundur

Ritstjórn

ASÍ hafnar alfarið  ásökunum N1 og forstjóra þess um óvönduð vinnubrögð í umfjöllun Verðlagseftirlits ASÍ fimmtudaginn 14. ágúst um innlend olíuverð. 

Í frétt Verðlagseftirlitsins er bent á að skýr merki séu um samræmda verðlagningu á afgreiðslustöðvum fjögurra olíufélaga, sem auglýsa sérstaklega ódýrasta verð innan hvers fyrirtækis. Þegar verð fylgjast að verður að gera greinarmun á virkum samkeppnismarkaði og þegjandi samhæfingu (e. tacit collusion).  

Þegjandi samhæfing 

Á virkum samkeppnismörkuðum geta verð fylgst að þegar fyrirtæki bregðast sjálfstætt við sömu markaðsaðstæðum. Þegjandi samhæfing á sér stað þegar fáir stórir keppinautar taka gagnkvæmt mið af hegðun hvers annars, einkum í verðlagningu, án þess að eiga í beinum samskiptum. Með því geta markaðsaðilar forðast verðsamkeppni og viðhaldið hærri álagningu.11 

Í fréttinni er aðeins tekin afstaða til þess hvort eldsneytismarkaðurinn sýni einkenni þegjandi samhæfingar. Engin afstaða er tekin til þess hvort samhæfingu megi rekja til samskipta viðkomandi keppinauta. Verðlagseftirliti ASÍ er ekki kunnugt um slík samskipti og hefur engar vísbendingar þess efnis. 

Fagleg ábyrgð Verðlagseftirlitsins er fyrst og fremst gagnvart almenningi. Því miðar framsetning ASÍ við verðlag á dælu. Sé útsöluverð leiðrétt fyrir opinberum gjöldum hefur meðaltal lægstu verða lækkað um 4,7% frá ársgrunni. Heimsmarkaðsverð lækkaði á sama tíma um 13,7%.  

Neytendur njóta ekki styrkingar krónu 

Þá laut fréttin ekki síst að þeirri staðreynd að kaupendur eldsneytis á Íslandi hafa ekki notið verulegrar styrkingar krónunnar það sem af er ári. Með því hefur vísitala neysluverðs lækkað minna en ella með tilheyrandi áhrifum á verðtryggð húsnæðislán landsmanna. 

Meginefni fréttarinnar stendur því óhaggað.  

  1. Sjá t.d. Samkeppniseftirlitið (2015). Frummatsskýrsla vegna markaðsrannsóknar á eldsneytismarkaði – https://www.samkeppni.is/media/skyrslur-2015/Frummatsskyrsla–Markadsrannsokn-a-eldsneytismarkadi.pdf   ↩︎

Tengdar fréttir

  • Ný grein í Vísbendingu: Kílómetragjald og samkeppni á eldsneytismarkaði. 

    Á dögunum birtist grein í Vísbendingu - vikuriti um viðskipti,…

    Ritstjórn

    15. sep 2025

  • Verðlag í Extra hækkar snarplega í júlí 

    Verðlag í Extra hækkaði í júlí um tæp 7%, sem…

    Benjamin Julian

    29. ágú 2025

  • Verðbólgan hjaðnar

    Vísitala neysluverðs mælist 0,15% lægri nú í ágúst en mánuðinn…

    Ritstjórn

    28. ágú 2025