ASÍ styrkir byggingu nýs Kvennaathvarfs

Höfundur

Arnaldur Grétarsson

Alþýðusamband Íslands leggur til 500.000 krónur í yfirstandandi söfnun til byggingar nýs Kvennaathvarfs. Söfnunarverkefnið „Á allra vörum“ stendur nú yfir og lýkur laugardaginn 5. apríl 2025, en markmiðið er að fjármagna byggingu nýs Kvennaathvarfs. Kvennaathvarfið hefur verið starfrækt síðan 1982 og hefur veitt konum og börnum ómetanlegt skjól þegar þau hafa þurft að flýja ofbeldisfullar aðstæður. Metnaður er nú til þess að byggja nýtt athvarf til þess að Kvennaathvarfið geti áfram varðað leið kvenna og barna út úr ofbeldissamböndum.

Tengdar fréttir

  • Laun kvenna og karla í ASÍ og BSRB árið 2024

    Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um…

    Steinunn Bragadóttir

    30. jún 2025

  • Grá svæði sem eru alls ekki svo grá

    Vinnustofa Söru Hassan um valdníðslu og kynbundna áreitni Um miðjan…

    Guðrún Margrét Guðmundsdóttir

    24. jún 2025

  • KVENNAVAKA – Stórtónleikar Kvennaárs 2025

    Kvennaár býður konum og kvárum til Kvennavöku í Hljómskálagarði að…

    Ritstjórn

    18. jún 2025

    Kvennavaka 2025