Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, afhenti Samhjálp styrk upp á 800 þúsund krónur fyrr í dag.
Samhjálp hefur í meira en hálfa öld veitt aðstoð jaðarsettum hópum sem búa við fátækt og félagslega einangrun. Oft eru þetta einstaklingar sem að glíma við heimilisleysi og afleiðingar langvarandi veikinda og/eða fíknivanda. Á Kaffistofu Samhjálpar er boðið upp á máltíðir tvisvar á dag – morgunverð og heitan hádegismat fyrir þau sem þurfa mest á því að halda.
Á hátíðum eins og jólum og páskum er einnig boðið upp á sérstakar hátíðarmáltíðir.
Kaffistofa Samhjálpar er eina úrræðið sinnar tegundar á Íslandi sem opið er alla daga ársins.





