Kaffistofa Samhjálpar og merki Samhjálpar

ASÍ styrkir Samhjálp um páska

Höfundur

Arnaldur Grétarsson

ASÍ styrkir Samhjálp um 400 þúsund krónur nú í aðdraganda páskanna en Samhjálp hefur boðið upp á sérstakar hátíðarmáltíðir til handa þeim sem þangað leita yfir páskahátíðina.

Samhjálp hefur í meira en hálfa öld veitt aðstoð jaðarsettum hópum sem búa við fátækt og félagslega einangrun. Oft er þetta fólk að glíma við afleiðingar langvarandi fíknivanda.

Á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni er boðið upp á máltíðir tvisvar á dag – morgunverð og heitan hádegismat – fyrir þá sem þurfa mest á því að halda. Allt að 250 máltíðir eru úbúnar dag hvern og mikið lagt upp úr því að tryggja öllum sem þangað leita staðgóða næringu á hverjum einasta degi. Á hátíðum eins og jólum og páskum er svo boðið upp á sérstakar hátíðarmáltíðir. Kaffistofa Samhjálpar er eina úrræðið sinnar tegundar sem er opið alla daga ársins.

Ljóst er að styrkurinn kemst í góðar þarfir nú um páskana.

Tengdar fréttir

  • Er lægsta verðið alltaf hag­stæðast?

    Greinin birtist fyrst á Vísi, 8. október 2025. Á árinu…

    Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir

    8. okt 2025

  • Miklar hækkanir leikskólagjalda í Reykjavíkurleiðinni 

    Borgarráð Reykjavíkur hefur kynnt tillögur að gagngerum breytingum á gjaldskrá…

    Steinunn Bragadóttir

    8. okt 2025

  • Upp­gjöf Reykja­víkur­borgar í leik­skóla­málum

    Nýjar tillögur Reykjavíkurborgar um styttri dvalartíma, skráningarskyldu og hækkun gjaldskrár…

    Finnbjörn A. Hermannsson

    3. okt 2025