ASÍ-UNG eignast fulltrúa í ETUC-youth bureau

Höfundur

Ritstjórn

Á fundi ETUC-youth committe þann 12. desember, var Ástþór Jón Ragnheiðarson, formaður ASÍ-UNG kjörinn í youth bureau ETUC. Youth bureau er einskonar framkvæmdastjórn vegna ETUC-youth nefndarinnar sem sér um að framfylgja ákvörðunum nefndarinnar.

Ástþór hefur setið í ETUC-youth committee síðan 2020 og verður innan Youth bureau fulltrúi
Norðurlandanna. „Ég er afar þakklátur því að vera treyst fyrir þessu embætti og spenntur fyrir verkefninu. Eitt af því sem ég hef viljað leggja áherslu á bæði sem formaður ASÍ-UNG og einnig áður en ég tók við formennsku var að efla og gera alþjóðastarfið skilvirkara. Það hef ég reynt að gera eftir bestu getu og það er klárlega skref áfram í þá átt að ASÍ-UNG eigi nú fulltrúa í þessar framkvæmdastjórn ETUC. Hér eins og í öðrum samstarfsverkefnum á evrópu og alþjóðavettvangi er samvinna Norðurlandanna lykilatriði og mun ég í þessu embætti leggja mikið upp úr góðu samstarfi og samvinnu við hin Norðurlöndin, enda starfa ég í umboði þeirra.“

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um páska

    ASÍ styrkir Samhjálp um 400 þúsund krónur nú í aðdraganda…

    Arnaldur Grétarsson

    15. apr 2025

    Kaffistofa Samhjálpar og merki Samhjálpar
  • Opið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Eðvarðs Sigurðssonar 2025

    Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til…

    Arnaldur Grétarsson

    8. apr 2025

    Eðvarð Sigurðsson
  • Engar tryggingar í frumvarpi um verð á raforku til almennings

    Stjórnvöld taki ekki tillit til sérstöðu raforkumála á Íslandi Alþýðusamband…

    Ritstjórn

    26. mar 2025