ASÍ-UNG eignast fulltrúa í ETUC-youth bureau

Höfundur

Ritstjórn

Á fundi ETUC-youth committe þann 12. desember, var Ástþór Jón Ragnheiðarson, formaður ASÍ-UNG kjörinn í youth bureau ETUC. Youth bureau er einskonar framkvæmdastjórn vegna ETUC-youth nefndarinnar sem sér um að framfylgja ákvörðunum nefndarinnar.

Ástþór hefur setið í ETUC-youth committee síðan 2020 og verður innan Youth bureau fulltrúi
Norðurlandanna. „Ég er afar þakklátur því að vera treyst fyrir þessu embætti og spenntur fyrir verkefninu. Eitt af því sem ég hef viljað leggja áherslu á bæði sem formaður ASÍ-UNG og einnig áður en ég tók við formennsku var að efla og gera alþjóðastarfið skilvirkara. Það hef ég reynt að gera eftir bestu getu og það er klárlega skref áfram í þá átt að ASÍ-UNG eigi nú fulltrúa í þessar framkvæmdastjórn ETUC. Hér eins og í öðrum samstarfsverkefnum á evrópu og alþjóðavettvangi er samvinna Norðurlandanna lykilatriði og mun ég í þessu embætti leggja mikið upp úr góðu samstarfi og samvinnu við hin Norðurlöndin, enda starfa ég í umboði þeirra.“

Tengdar fréttir

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Arnaldur Grétarsson

    17. okt 2025

  • ASÍ gagnrýnir niðurskurð og óttast aukna verðbólgu

    Alþýðusamband Íslands gerir athugasemdir við áform ríkisstjórnarinnar um niðurskurð eins…

    Ritstjórn

    17. okt 2025

  • Ný rannsókn sýnir mikla óánægju meðal foreldra með svokallað Kópavogsmódel

    Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti í dag niðurstöður nýrrar viðtalsrannsóknar…

    Ritstjórn

    2. okt 2025