ASÍ-UNG krefst úrbóta!

Höfundur

Ritstjórn

Ályktun stjórnar ASÍ-UNG vegna nýrrar vinnumarkaðsskýrslu.

ASÍ-UNG krefst úrbóta!

Í kjölfar nýrrar vinnumarkaðsskýrslu Alþýðusambands Íslands lýsir ASÍ-UNG yfir þungum áhyggjum af stöðu ungs fólks á íslenskum vinnumarkaði.

Eins og fram kemur í skýrslunni er mun líklegra að brotið sé á réttindum ungs fólks og þeirra af erlendum uppruna en annarra á vinnumarkaði. Niðurstöðurnar koma ungu fólki á vinnumarkaði ekki á óvart enda veruleiki sem mörg ungmenni hafa fengið að reyna á eigin skinni. Siðleysi á meðal atvinnurekenda sem geta ekki sýnt ungu fólki nægilega virðingu til að virða lög- og kjarasamningsbundin rétt þess er mikið og afleiðingin tvískiptur vinnumarkaður þar sem ungt fólk stendur höllum fæti.  

Meðal þeirra réttinda sem um ræðir eru veikindaréttur, orlofsréttur, lágmarkslaun, vaktskipulag og ráðningarsamningar. Réttindi sem barist hefur verið fyrir og eiga að þykja sjálfsögð fyrir vinnandi fólk.

Nú er mál að linni. ASÍ-UNG skorar á atvinnurekendur og stjórnvöld að bæta strax úr og stöðva brot gegn ungu fólki.

Tengdar fréttir

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Arnaldur Grétarsson

    17. okt 2025

  • ASÍ gagnrýnir niðurskurð og óttast aukna verðbólgu

    Alþýðusamband Íslands gerir athugasemdir við áform ríkisstjórnarinnar um niðurskurð eins…

    Ritstjórn

    17. okt 2025

  • Ný rannsókn sýnir mikla óánægju meðal foreldra með svokallað Kópavogsmódel

    Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti í dag niðurstöður nýrrar viðtalsrannsóknar…

    Ritstjórn

    2. okt 2025