ASÍ-UNG styður baráttu Eflingar gegn Icelandair

Höfundur

Ritstjórn

Stjórn ASÍ-UNG lýsir yfir fullum stuðning við Eflingu í baráttu félagsins vegna uppsagnar trúnaðarmanns hjá Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. ASÍ-UNG telur að með þessari framgöngu Icelandair og Samtaka Atvinnulífsins (SA), sem samkvæmt Eflingu hafa staðið með uppsögninni, er verið að gera alvarlega aðför að uppsagnarvernd trúnaðarmanna á vinnustöðum en sú vernd er grundvallarstoð innan stéttarfélaga til að viðhalda vinnufrið í störfum sínum í þágu félagsmanna.

Skýrt er tekið fram í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur (80/1938) að trúnaðarmenn skuli eigi gjalda fyrir störf sín í þágu félagsins eða vera í hættu á að sæta uppsögn vegna slíkra trúnaðarstarfa:

Stjórn ASÍ-UNG fordæmir þessar aðgerðir Icelandair og afstöðu SA, ekki er hægt að túlka þær á annan hátt en sem aðför að réttindum íslenskra launamanna til að sinna félagsstörfum. Að lokum skorar ASÍ-UNG á Icelandair að draga uppsögnina til baka og gangast við mistökum sínum.

Fyrir hönd stjórnar ASÍ-UNG,
Gundega Jaunlinina,
formaður ASÍ-UNG

Tengdar fréttir

  • Vel heppnað þing ASÍ-UNG

    ASÍ-UNG hélt sitt 11. þing föstudaginn 17. október og var…

    Ritstjórn

    20. okt 2025

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Arnaldur Grétarsson

    17. okt 2025

  • ASÍ gagnrýnir niðurskurð og óttast aukna verðbólgu

    Alþýðusamband Íslands gerir athugasemdir við áform ríkisstjórnarinnar um niðurskurð eins…

    Ritstjórn

    17. okt 2025