Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Athugasemd frá ASÍ

Fyrrverandi skrifstofustjóri Eflingar skrifar grein í Morgunblaðið 25. september þar sem hann fer yfir starfslok sín og fleiri fyrrverandi starfsmanna Eflingar. Á tveimur stöðum skrifar hann um aðild Alþýðusamband Íslands að umgjörð starfsloka starfsmanna Eflingar og af því tilefni er nauðsynlegt að greina frá eðli þeirra mála svo rétt sé farið með.

Í fyrra tilvikinu segir að lögmaður ASÍ hafi tekið „að sér að reyna að sannfæra starfsmanninn um að þessi framkoma framkvæmdastjórans væri í lagi.“ Hið rétta er lögmaður ASÍ var kallaður til, að ósk starfsmannsins sem segja átti upp, þar sem trúnaðarmaður starfsmanna Eflingar var fjarverandi. Þegar starfsmaðurinn neitaði að skrifa undir uppsagnarbréfið gerði lögmaður ASÍ honum grein fyrir að það væru vitni að móttöku uppsagnarbréfsins, sem væri ígildi staðfestingar á móttöku bréfsins, og að starfsmanninum yrðu tryggð öll réttindi á uppsagnartímanum. Hann tók á engan hátt afstöðu í málinu aðra en að lögbundin réttindi starfsmannsins yrðu virt. Hann hafði heldur enga forsenda til að vita hvaða skipulagsbreytingar stæðu fyrir dyrum hjá Eflingu eða hvort slíkar breytingar væru yfir höfuð í farvatninu. Alþýðusamband Íslands skiptir sér ekki af skipulagsmálum á skrifstofu stéttarfélaga innan sambandsins. Starfsfólk ASÍ vinnur sín störf af heilindum og engin ástæða til að kasta rýrð á þau störf.

Í hinu tilvikinu segir skrifstofustjórinn fyrrverandi að „starfsmenn hafa leitað til SGS og ASÍ með mál sín og þar hafa þau legið til afgreiðslu mánuðum saman óafgreidd.“ ASÍ fékk málið inn á sitt borð á vormánuðum og reyndi að leita sátta. Þær tilraunir báru ekki árangur og var lögmanni skrifstofustjórans, og annarra fyrrverandi starfsmanna Eflingar, tilkynnt um þau málalok í júní. Fyrir rúmum þremur mánuðum.

Author

Tengdar fréttir