Vegna áforma um stofnun nýs íslensks flugfélags, Flugfélagsins Play, sem hyggst fljúga frá Íslandi til áfangastaða í Evrópu og Bandaríkjunum, vill ASÍ taka fram.
Gerð verður krafa um að félagið, eins og aðrir atvinnurekendur sem starfa hér á landi, gangi til kjarasamninga um kjör starfsmanna sinna áður en það hefur sig til flugs. ASÍ treystir því að hið nýja fyrirtæki ætli sér ekki að keppa á íslenskum flug- og ferðamarkaði á grundvelli félagslegra undirboða.
ASÍ mun ekki láta það yfir íslenskt launafólk ganga að félagsleg undirboð og lögbrot fyrirtækja eins og Primera Air verði endurtekin eða látin átölulaus af stjórnvöldum.