Atvinnuþátttaka aldrei mælst minni en í apríl

Höfundur

Ritstjórn

Nýjustu mælingar Vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar sýna að verulega hægði á vinnumarkaði og atvinnulífi í apríl. Samkvæmt rannsókninni voru 195 þúsund manns starfandi í mánuðinum sem er það minnsta síðan í febrúar 2018. Í apríl voru rúm 62 þúsund á aldrinum 16-74 ára utan vinnumarkaðar, en það er mesta atvinnuleysi sem mælst hefur hér á landi. Til samanburðar voru að meðaltali um 50 þúsund utan vinnumarkaðar árið á undan.
Vinnumarkaðsrannsóknin hefur verið gerð með samfelldum hætti frá 2003 og hafa vinnustundir aldrei mælst færri en nú, en þær voru að meðaltali 34,2 apríl. Eins hefur hvort tveggja atvinnuþátttaka (75,8%) eða hlutfall starfandi (70,5%) ekki mælst jafn lágt.

Í tilkynningu með birtingu á apríltölum Vinnumarkaðsrannsóknar er lögð áhersla á að um bráðabirgðatölur sé að ræða sem geti tekið breytingum, sérstaklega þar sem mælingar stóðu yfir í miðjum heimsfaraldri með óvæntum og einstökum áhrifum á atvinnustöðu.

Tengdar fréttir

  • Útgáfufundur Kjaratölfræðinefndar 27. nóv

    Nýjasta skýrsla Kjaratölfræðinefndar verður kynnt í húsakynnum ríkissáttasemjara fimmtudaginn 27. nóvember…

    Ritstjórn

    27. nóv 2025

  • Eftirlitsfulltrúar í námsferð til Helsinki

    Starfsdagar eftirlitsfulltrúa Alþýðusambands Íslands og stéttarfélaganna fóru fram í Helsinki…

    Kristjana Fenger

    7. nóv 2025

  • Vel heppnað þing ASÍ-UNG

    ASÍ-UNG hélt sitt 11. þing föstudaginn 17. október og var…

    Ritstjórn

    20. okt 2025