Beðið eftir skattaefndum ríkisstjórnarinnar

Höfundur

Ritstjórn

Frá vormánuðum hefur verkalýðshreyfingin ítrekað kallað eftir tillögum ríkisstjórnarinnar um skattalækkanir fyrir lágtekjufólk. Miðstjórn ASÍ hefur nú þrotið þolinmæðin og krefst þess að ríkisstjórnin sýni á spilin.

Í yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga sem undirritaðir voru 4. apríl segir:

1. Komið verði á fót þriggja þrepa skattkerfi með nýju lágtekjuþrepi. Miðað er við að sú aðgerð auki ráðstöfunartekjur tekjulægsta hópsins um tíu þúsund krónur á mánuði.
2. Skattleysismörk haldist föst að raunvirði á innleiðingartímabilinu og að því loknu hækki persónuafsláttur og skattþrep umfram verðbólgu sem nemi framleiðniaukningu.

Nú tæpum 5 mánuðum eftir undirritun kjarasamninga eru einu skattatillögur stjórnvalda áform um breytingar á fjármagnstekjuskatti þannig að fjármagnseigendur þurfi ekki að greiða skatt af öllum fjármagnstekjum heldur einungis raunvöxtum. Það virðist því forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum við að greiða sitt til samfélagsins eins og launafólki ber að gera. Á meðan bólar ekkert á áðurnefndum skattalækkunum fyrir lágtekjufólk.

Við undirritun samninga var lögð mikil áhersla á þetta atriði og var það forsenda þess að kjarasamningar við Samtök atvinnulífsins voru undirritaðir og síðar samþykktir af félögum stéttarfélaganna. Þrátt fyrir ítrekaðar kröfur um að sjá tillögurnar eru þær ekki enn komnar fram og krefst miðstjórn ASÍ þess að þær líti dagsins nú þegar.

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um jólin 2025

    Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, afhenti Samhjálp styrk upp á…

    Ritstjórn

    12. des 2025

  • Útgáfufundur Kjaratölfræðinefndar 27. nóv

    Nýjasta skýrsla Kjaratölfræðinefndar verður kynnt í húsakynnum ríkissáttasemjara fimmtudaginn 27. nóvember…

    Ritstjórn

    27. nóv 2025

  • Eftirlitsfulltrúar í námsferð til Helsinki

    Starfsdagar eftirlitsfulltrúa Alþýðusambands Íslands og stéttarfélaganna fóru fram í Helsinki…

    Kristjana Fenger

    7. nóv 2025