Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Bjarg hefur framkvæmdir á Akureyri

Í lok maí hófust framkvæmdir við Gudmannshaga 2 á Akureyri þar sem fyrirtækið Lækjarsel ehf. mun byggja hús fyrir Bjarg íbúðafélag. Byggingin er fjöleignarhús og er að litlum hluta tveggja hæða með stigahúsi en aðallega þriggja hæða með lyftu og stigahúsi. Í húsinu verða 31 íbúðir, þar af fjórar í 2ja hæða kálfi sem verða afhendar til Bjargs í ágúst 2020 síðan verða 27 íbúðir afhendar í nóvember 2020. Íbúðirnar eru 2ja, 3ja, 4ra og 5 herbergja og eru í minni kantinum.

Arkitektar eru Tendra arkitektar
Verkfræðingar eru AVH á Akureyri
Rafhönnun er í höndum Raftákns á Akureyri
Teiknistofan Storð sér um lóðahönnun

Opnað verður fyrir umsóknir þegar nær dregur afhendingu. Á heimasíðu Bjargs má finna ýmsar upplýsingar um félagið, m.a. hvernig á að sækja um íbúð og eins má finna þar fjölda svara við ýmsum spurningum sem geta komið upp ef þú ert að hugsa um að sækja um íbúð hjá Bjargi.

Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB. Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu á hagstæðu verði.

Tengdar fréttir