Bjarg og Búseti byggja í Garðabæ

Höfundur

Ritstjórn

Þann 19. nóvember var tekin skóflustunda að fjölbýlishúsi Bjargs og Búseta við Maríugötu Garðabæ. Um er að ræða tvö fjölbýlishús þar sem Bjarg verður með 22 leiguíbúðir og Búseti 20 búseturéttaríbúðir. Garðabær leggur til stofnframlag vegna þessara bygginga.

Bjarg og Búseti hafa átt samstarf um hönnun og framkvæmdir verkefnisins og hefur verið samið við ÍAV um framkvæmdir.

Haustið 2021 urðu þau tímamót að Bjarg afhenti fimmhundruðustu leiguíbúð félagsins. Nú eru 575 íbúðir í byggingu eða hönnunarferli á vegum Bjargs.

Tengdar fréttir

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Arnaldur Grétarsson

    17. okt 2025

  • ASÍ gagnrýnir niðurskurð og óttast aukna verðbólgu

    Alþýðusamband Íslands gerir athugasemdir við áform ríkisstjórnarinnar um niðurskurð eins…

    Ritstjórn

    17. okt 2025

  • Ný rannsókn sýnir mikla óánægju meðal foreldra með svokallað Kópavogsmódel

    Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti í dag niðurstöður nýrrar viðtalsrannsóknar…

    Ritstjórn

    2. okt 2025