Fræðslu- og tengsladagar ASÍ-UNG 2024

Höfundur

Ritstjórn

Dagana 11.-12. apríl síðastliðinn fóru fram fræðslu- og tengsladagar ASÍ-UNG sem voru haldnir á Marriot hótel í Keflavík.

Stjórn ASÍ-UNG stóð fyrir viðburðinum og sóttu hann um 30 manns. Málefni fræðslu- og tengsladagana í ár var var framtíð vinnumarkaðarins.

Erindi fluttu:

Aleksandra Leonardsdóttir, starfsmaður ASÍ í fræðslu og inngildingu. Erindi hennar fjallaði um innflytjendur.

Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, starfsmaður ASÍ í jafnréttismálum. Erindi hennar fjallaði um jafnréttismál.

Auður Alfa Ólafsdóttir, starfsmaður ASÍ í Verðlagseftirlit ASÍ og umhverfis- og neytendamál. Erindi hennar fjallaði um umhverfismál.

Sigmundur Halldórsson, starfsmaður Landssambands Íslenskra verzlunarmanna. Erindi hans fjallaði um atvinnulýðræði.

Einnig fluttu erindi þau Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ og Ástþór Jón Ragnheiðarson, formaður ASÍ-UNG.

Fræðslu og tengsladagarnir í ár voru öðruvísi fyrir þær sakir að í ár var ungum félagsmönnum í aðildarfélögum BSRB einnig boðið að taka þátt í viðburðinum. Tókst það með ágætum og er vonandi fyrsta skrefið í átt að en frekari samvinnu ungs fólks á vinnumarkaði.

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um jólin 2025

    Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, afhenti Samhjálp styrk upp á…

    Ritstjórn

    12. des 2025

  • Útgáfufundur Kjaratölfræðinefndar 27. nóv

    Nýjasta skýrsla Kjaratölfræðinefndar verður kynnt í húsakynnum ríkissáttasemjara fimmtudaginn 27. nóvember…

    Ritstjórn

    27. nóv 2025

  • Eftirlitsfulltrúar í námsferð til Helsinki

    Starfsdagar eftirlitsfulltrúa Alþýðusambands Íslands og stéttarfélaganna fóru fram í Helsinki…

    Kristjana Fenger

    7. nóv 2025