Hagspá ASÍ 2025 komin út

Höfundur

Arnaldur Grétarsson

Hagspá Alþýðusambands Íslands 2025 hefur nú verið birt. Spáin nær til næstu tveggja ára, eða til tímabilsins 2025-2027.

Helst ber að nefna að samkvæmt hagspánni eru skýr merki um kólnun í hagkerfinu þótt töluverður þróttur hafi verið í efnahagsumsvifum á þessu ári. Ætla má að hagvöxtur verði 1,4% á þessu ári og 1,6% á því næsta, samkvæmt grunnspá. Vöxtur hagkerfisins er þannig hægur í sögulegu samhengi og endurspeglar þétt taumhald peningastefnu Seðlabankans.

Rétt er að nefna að spáin var í vinnslu þegar bilun varð í álveri Norðuráls á Grundartanga og var færð niður í kjölfarið. Í grunnspánni er gert ráð fyrir að áhrif bilunarinnar vari í sex mánuði en önnur sviðsmynd gerir ráð fyrir áhrifum í allt að tólf mánuði. Raungerist dekkri sviðsmyndin er gert ráð fyrir 0,9% hagvexti á næsta ári.

Ljóst er að mikil óvissa ríkir um þróun efnahagsmála um þessar mundir bæði vegna innlendrar þróunar, alþjóðlegra þátta, breytinga á lánaframboði á húsnæðismarkaði og dekkri væntinga. Töluverður kraftur hefur verið í innlendri eftirspurn á þessu ári, einkum vegna aukinnar einkaneyslu og stórra fjárfestinga en einnig hafa umsvif í ferðaþjónustu verið mikil. Grunnspáin gerir ráð fyrir þónokkrum krafti í vexti einkaneyslu á spátímabilinu. Þó er hætta á að nýleg áföll í efnahagslífi kunni að gera það að verkum að hagvexti sé ofspáð á tímabilinu.

Tengdar fréttir

  • Frumvarp um atvinnuleysistryggingar illa ígrundað, gallað og gerræðislegt

    Alþýðusamband Íslands telur að frumvarp um breytingar á lögum um…

    Ritstjórn

    30. okt 2025

  • Íslenskur vinnumarkaður 2025

    Íslenskur vinnumarkaður 2025 - skýrsla Alþýðusambands Íslands um vinnumarkaðsmál er…

    Ritstjórn

    21. okt 2025

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Arnaldur Grétarsson

    17. okt 2025