Hilmar kjörinn 3. varaforseti

Höfundur

Ritstjórn

Hilmar Harðarson hefur verið kjörinn 3. varaforseti Alþýðusambands Íslands.

Hilmar var kjörinn 3. varaforseti með öllum greiddum atkvæðum á fundi miðstjórnar Alþýðusambandsins 26. október. Auk hans gegna embættum varaforseta Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Halldóra Sveinsdóttir, formaður Bárunnar-stéttarfélags.

Hilmar er formaður og framkvæmdastjóri Félags iðn- og tæknigreina og formaður Samiðnar – sambands iðnfélaga. Þá var Hilmar í fyrra kjörinn formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða.

Hilmar, sem er bifvélavirki að mennt, er fæddur 1960 í Reykjavík. Hann ólst upp í Skipholti í stórri fjölskyldu verkafólks.

Tengdar fréttir

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Arnaldur Grétarsson

    17. okt 2025

  • ASÍ gagnrýnir niðurskurð og óttast aukna verðbólgu

    Alþýðusamband Íslands gerir athugasemdir við áform ríkisstjórnarinnar um niðurskurð eins…

    Ritstjórn

    17. okt 2025

  • Ný rannsókn sýnir mikla óánægju meðal foreldra með svokallað Kópavogsmódel

    Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti í dag niðurstöður nýrrar viðtalsrannsóknar…

    Ritstjórn

    2. okt 2025