Hilmar kjörinn 3. varaforseti

Höfundur

Ritstjórn

Hilmar Harðarson hefur verið kjörinn 3. varaforseti Alþýðusambands Íslands.

Hilmar var kjörinn 3. varaforseti með öllum greiddum atkvæðum á fundi miðstjórnar Alþýðusambandsins 26. október. Auk hans gegna embættum varaforseta Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Halldóra Sveinsdóttir, formaður Bárunnar-stéttarfélags.

Hilmar er formaður og framkvæmdastjóri Félags iðn- og tæknigreina og formaður Samiðnar – sambands iðnfélaga. Þá var Hilmar í fyrra kjörinn formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða.

Hilmar, sem er bifvélavirki að mennt, er fæddur 1960 í Reykjavík. Hann ólst upp í Skipholti í stórri fjölskyldu verkafólks.

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um páska

    ASÍ styrkir Samhjálp um 400 þúsund krónur nú í aðdraganda…

    Arnaldur Grétarsson

    15. apr 2025

    Kaffistofa Samhjálpar og merki Samhjálpar
  • Opið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Eðvarðs Sigurðssonar 2025

    Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til…

    Arnaldur Grétarsson

    8. apr 2025

    Eðvarð Sigurðsson
  • Engar tryggingar í frumvarpi um verð á raforku til almennings

    Stjórnvöld taki ekki tillit til sérstöðu raforkumála á Íslandi Alþýðusamband…

    Ritstjórn

    26. mar 2025