Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Hilmar kjörinn 3. varaforseti

Hilmar Harðarson hefur verið kjörinn 3. varaforseti Alþýðusambands Íslands.

Hilmar var kjörinn 3. varaforseti með öllum greiddum atkvæðum á fundi miðstjórnar Alþýðusambandsins 26. október. Auk hans gegna embættum varaforseta Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Halldóra Sveinsdóttir, formaður Bárunnar-stéttarfélags.

Hilmar er formaður og framkvæmdastjóri Félags iðn- og tæknigreina og formaður Samiðnar – sambands iðnfélaga. Þá var Hilmar í fyrra kjörinn formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða.

Hilmar, sem er bifvélavirki að mennt, er fæddur 1960 í Reykjavík. Hann ólst upp í Skipholti í stórri fjölskyldu verkafólks.

Author

Tengdar fréttir