Hlutabótaleiðin framlengd og tekjutengdar atvinnuleysisbætur greiddar í 6 mánuði

Höfundur

Ritstjórn

Hlutabótaleiðin verður framlengd um tvo mánuði, tekjutengdar atvinnuleysisbætur fást greiddar í sex mánuði og laun í sóttkví verða greidd út árið 2021. Þetta var niðurstaða ríkisstjórnarfundar sem fór fram í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag, skv. heimildum visir.is.

Hlutabótaleiðin átti að renna út nú um mánaðamótin og hefur verið sterkt ákall frá verkaklýðshreyfingunni um áframhald hennar. Með því að framlengja hana verður fyrirtækjum gert kleift að halda ráðningarsambandi við starfsfólk sitt og viðhalda þar með nauðsynlegri þekkingu til að geta blásið til sóknar á ný þegar betur betur árár. Var það niðurstaða fundarins að framlengja leiðina um tvo mánuði eða til 1. nóvember.

Þá ræddi ríkisstjórnin einnig á fundi sínum tekjutengdar atvinnuleysisbætur en ASÍ, BSRB og BHM hafa kallað eftir því að tekjutengdar atvinnuleyisbætur verði hækkaðar og tekjutengda tímabilið framlengt. Var ákveðið að framlengja tekjutengdar bætur úr þremur mánuðum í sex.

Þá ákvað ríkisstjórnin að framlengja úrræði sem varðar tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda án þess að sýna merki þess að vera sýktir. Var ákveðið að úrræðið myndi gilda út árið 2021.

Tengdar fréttir

  • Ný rannsókn sýnir mikla óánægju meðal foreldra með svokallað Kópavogsmódel

    Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti í dag niðurstöður nýrrar viðtalsrannsóknar…

    Ritstjórn

    2. okt 2025

  • Samband íslenskra samvinnufélaga blæs til málþings

    Þann 3. september næstkomandi kl. 16 verður málþing í Kaldalóni…

    Ritstjórn

    2. sep 2025

  • Alþýðusamband Íslands og Lúðrasveit verkalýðsins hafa endurnýjað samstarf sitt

    Samstarf þessara tveggja aðila á sér djúpar rætur í íslenskri…

    Ritstjórn

    3. jún 2025