Iceland dýrasta verslunin – Fjarðarkaup hækkar minnst milli ára

Höfundur

Ritstjórn

Iceland var með hæst verðlag og var oftast með hæsta verðið í matvörukönnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmd var 6. og 7. september. Verð þar hækkaði einnig mest milli ára, en sömu vörur og verslanir voru kannaðar 17. október í fyrra. Samanburðurinn milli ára nær til 101 vöru. Fjarðarkaup hækkaði verð minnst milli kannana. Bónus var bæði með lægsta verðlagið og oftast með lægsta vöruverðið. 

Átta verslanir voru kannaðar; Bónus, Krónan, Nettó, Fjarðarkaup, Heimkaup, Kjörbúðin, Hagkaup og Iceland. 

Fjarðarkaup hefur fært sig í hóp verslana með lægra vöruverð, eftir aðhald í verðhækkunum undanfarið ár. Verðlagseftirlitið metur verðlag með því að athuga hversu mikið dýrari vörur eru í verslun en þar sem þær eru ódýrastar. Á þeim mælikvarða voru vörur í Fjarðarkaupum áður að jafnaði 13% dýrari en þar sem þær voru ódýrastar. Munurinn er  nú undir 8%. Til samanburðar er Bónus lægst, að jafnaði 2% hærri en lægsta verð, en Iceland með langhæsta verðlagið, að meðaltali 35% hærra verð en það ódýrasta. 

Heimkaup hefur líka haldið aftur af verðhækkunum og er nú ekki lengur dýrasta verslunin. Heimkaup færast um þrjú sæti fyrir vikið. 

Iceland, á hinn bóginn, á met í verðhækkunum frá október í fyrra, og er nú orðin langdýrasta verslunin af þeim átta sem hér eru bornar saman. Þar er verð nú hæst í langflestum fjölda tilfella og aldrei lægst af þeim vörum sem til skoðunar voru. 

Aðeins voru bornar saman tilteknar vörur, ekki lægstu kílóverð. Sjá má allar vörurnar hér: 

Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.

Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.

Tengdar fréttir

  • Verðlag í Bónus hækkar um 1,8% frá desember 

    Verðlag á dagvöru hækkaði um 0,7% í febrúar frá fyrri…

    Benjamin Julian

    12. mar 2025

  • Dagvöruverð lækkar vegna heilsudaga 

    Dagvöruvísitala verðlagseftirlitsins lækkar milli mánaða og mælist nú -0,1% í…

    Ritstjórn

    6. feb 2025

  • Verðbólga lækkaði í janúar

    Hagstofan birti i gær vísitölu neysluverðs fyrir janúar og lækkaði…

    Ritstjórn

    31. jan 2025