ILO – Réttarstaða og aðstæður farmanna í Covid-19

Höfundur

Ritstjórn

Í yfirlýsingu sem samþykkt var í gær, 7. Desember, harmar stjórn Alþjóðavinnumálastofnunarinnar – ILO, að hundruð þúsunda farmanna séu fastir um borð í skipum um allan heim, löngu eftir að úthaldi þeirra á að vera lokið. Í sumum tilvikum hafi áhafnir verið fastar um borð í meira en 17 mánuði, oft án þess að hafa komist í nokkur leyfi í landi eða fengið tækifæri til þess að leita sér læknisaðstoðar. Ámóta stór hópur manna hefur af sömu ástæðu ekki komist til vinnu til að leysa hina af.

Í yfirlýsingunni hvetur ILO aðila vinnumarkarins til þess taka upp viðræður um lausnir og hvetur til þess að farmenn verði skilgreindur sem lykil starfsmenn til þess að auðvelda öruggan flutning þeirra til og frá skipum og til þess að gera þeim mögulegt að taka leyfi og sækja sér læknisaðstoð í landi.

Tengdar fréttir

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Arnaldur Grétarsson

    17. okt 2025

  • ASÍ gagnrýnir niðurskurð og óttast aukna verðbólgu

    Alþýðusamband Íslands gerir athugasemdir við áform ríkisstjórnarinnar um niðurskurð eins…

    Ritstjórn

    17. okt 2025

  • Ný rannsókn sýnir mikla óánægju meðal foreldra með svokallað Kópavogsmódel

    Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti í dag niðurstöður nýrrar viðtalsrannsóknar…

    Ritstjórn

    2. okt 2025