Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

ILO – Réttarstaða og aðstæður farmanna í Covid-19

Í yfirlýsingu sem samþykkt var í gær, 7. Desember, harmar stjórn Alþjóðavinnumálastofnunarinnar – ILO, að hundruð þúsunda farmanna séu fastir um borð í skipum um allan heim, löngu eftir að úthaldi þeirra á að vera lokið. Í sumum tilvikum hafi áhafnir verið fastar um borð í meira en 17 mánuði, oft án þess að hafa komist í nokkur leyfi í landi eða fengið tækifæri til þess að leita sér læknisaðstoðar. Ámóta stór hópur manna hefur af sömu ástæðu ekki komist til vinnu til að leysa hina af.

Í yfirlýsingunni hvetur ILO aðila vinnumarkarins til þess taka upp viðræður um lausnir og hvetur til þess að farmenn verði skilgreindur sem lykil starfsmenn til þess að auðvelda öruggan flutning þeirra til og frá skipum og til þess að gera þeim mögulegt að taka leyfi og sækja sér læknisaðstoð í landi.

Tengdar fréttir