Jöfnun örorkubyrðar og víxlverkun

Höfundur

Ritstjórn

Sameiginleg yfirlýsing ASÍ, SA og fjármálaráðuneytisins var undirrituð í dag. Hún varðar leiðina að varanlegri lausn á jöfnun örorkubyrði lífeyrissjóða og lausn á gagvirkri víxlverkun almannatrygginga og lífeyrissjóða.

Yfirlýsingin felur í sér sameiginlega sýn á viðfangsefnið og ásetning um að hrinda breytingum í framkvæmd á komandi ári.

Í framhaldinu er stefnt að því að lögð verði upp verkefnaáætlun um hvernig bæta eigi samspil almannatrygginga og lífeyrissjóða og auka virkni á vinnumarkaði með áherslu á starfsendurhæfingu og endurkomu til vinnu án þess að heildarkostnaður samfélagsins vegna veikinda og örorku aukist. Þessi áfangi verður unnin í samvinnu fjármála- og efnahagsráðherra, félags- og húsnæðisráðherra og aðila vinnumarkaðarins í samráði við sérfræðinga á sviði starfsendurhæfingar.

Yfirlýsinguna undirrituðu Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ, Jón Ólafur Halldórsson formaður SA og Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra.

Yfirlýsingin í heild sinni

Tengdar fréttir

  • Hver borgar fyrir heimsendinguna? 

    Heimsendingaþjónusta hefur aukist jafnt og þétt hérlendis sem og erlendis.…

    Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir

    22. des 2025

    Wolt merki
  • Af hverju skiptir lífeyriskerfið máli fyrir ungt fólk?

    Eftir umfjöllun Kveiks um ásækni í séreignarlífeyri ungmenna er eðlilegt…

    Svanfríður Bergvinsdóttir

    19. des 2025

  • Ólaunuð vinna kvenna

    Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um…

    Steinunn Bragadóttir

    16. des 2025