Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir nýr starfsmaður ASÍ

Höfundur

Ritstjórn

Alþýðusamband Íslands hefur ráðið Karen Ósk Nielsen Björnsdóttur í starf lögfræðings á skrifstofu sambandsins.

Karen er með Mag. jur. gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands en hún hóf einmitt störf innan verkalýðshreyfingarinnar meðfram námi árið 2015, þá hjá Eflingu-stéttarfélagi.

Karen starfaði síðar hjá LAG lögmönnum sf. þar sem helstu verkefni hennar voru á sviði vinnuréttar fyrir hönd Eflingar-stéttarfélags. Hún hefur einnig umtalsverða reynslu af þjónustu- og verkamannastörfum innan félagssvæða stéttarfélaga innan ASÍ.

Tengdar fréttir

  • Eftirlitsfulltrúar í námsferð til Helsinki

    Starfsdagar eftirlitsfulltrúa Alþýðusambands Íslands og stéttarfélaganna fóru fram í Helsinki…

    Kristjana Fenger

    7. nóv 2025

  • Vel heppnað þing ASÍ-UNG

    ASÍ-UNG hélt sitt 11. þing föstudaginn 17. október og var…

    Ritstjórn

    20. okt 2025

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Arnaldur Grétarsson

    17. okt 2025