Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir nýr starfsmaður ASÍ

Höfundur

Ritstjórn

Alþýðusamband Íslands hefur ráðið Karen Ósk Nielsen Björnsdóttur í starf lögfræðings á skrifstofu sambandsins.

Karen er með Mag. jur. gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands en hún hóf einmitt störf innan verkalýðshreyfingarinnar meðfram námi árið 2015, þá hjá Eflingu-stéttarfélagi.

Karen starfaði síðar hjá LAG lögmönnum sf. þar sem helstu verkefni hennar voru á sviði vinnuréttar fyrir hönd Eflingar-stéttarfélags. Hún hefur einnig umtalsverða reynslu af þjónustu- og verkamannastörfum innan félagssvæða stéttarfélaga innan ASÍ.

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um páska

    ASÍ styrkir Samhjálp um 400 þúsund krónur nú í aðdraganda…

    Arnaldur Grétarsson

    15. apr 2025

    Kaffistofa Samhjálpar og merki Samhjálpar
  • Opið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Eðvarðs Sigurðssonar 2025

    Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til…

    Arnaldur Grétarsson

    8. apr 2025

    Eðvarð Sigurðsson
  • Engar tryggingar í frumvarpi um verð á raforku til almennings

    Stjórnvöld taki ekki tillit til sérstöðu raforkumála á Íslandi Alþýðusamband…

    Ritstjórn

    26. mar 2025