Kristján Bragason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, var í gær kjörinn framkvæmdastjóri EFFAT (European Federation of Food, Agriculture and Tourism Trade Unions) á þingi samtakanna. EFFAT eru samtök launafólks í matvæla-, ferðaþjónustu og landbúnaði í Evrópu og hefur innan sinna vébanda 1,2 milljónir félagsmanna.
Framkvæmdastjórinn er kosinn í beinni kosningu af þingfulltrúum og var kjör Kristjáns einróma. Kristján Bragason hefur undanfarin ár verið framkvæmdastjóri Nordisk Union (NU-HRCT). Hér er trúlega um eitt æðsta embætti sem Íslendingur hefur verið kosinn til að gegna innan alþjóðlegrar verkalýðshreyfingar. Kristján er fulltrúi SGS á þinginu en megináherslur þess núna snúa að starfsumhverfi og launakjörum hótelstarfsmanna og að allir eigi að njóta sömu réttinda á vinnumarkaði.
Kristján Bragason var í viðtali við Hlaðvarp ASÍ fyrir nokkrum dögum. Smelltu hér til að hlusta (16. mínútur)