Kvennaráðstefna ASÍ 2024 

Höfundur

Ritstjórn

Ryðjum hindrunum úr vegi – kvenfrelsi og stéttabarátta.

Kvennaráðstefna ASÍ er nú haldin 4 árið í röð og fer fram að þessu sinni á Hótel KEA á Akureyri. Kvennaráðstefnan er mikilvægur vettvangur fyrir konur innan úr verkalýðshreyfingunni til að hittast, skiptast á reynslusögum og þétta raðirnar. Hugmyndin er að auka veg kvenna innan hreyfingarinnar og vinna saman að framgangi öflugra kvenna, en enn skortir nokkuð á að konur séu til jafns við karla í áhrifastöðum innan hreyfingarinnar.

Ráðstefnan stendur yfir dagana 14. – 15. nóvember og verða mörg fræðsluerindi og málstofur á dagskrá auk tækifæra til að efla tengslin. Gaman er að segja frá því að metþátttaka er á Kvennaráðstefnu ASÍ í ár, en meira en 100 konur allstaðar af landinu eru skráðar til leiks. Þátttaka á Kvennaráðstefnu hefur aukist jafnt og þétt, ár frá ári, sem má vænta að skili fleiri konum í áhrifastöður innan hreyfingarinnar.

Tengdar fréttir

  • Eftirlitsfulltrúar í námsferð til Helsinki

    Starfsdagar eftirlitsfulltrúa Alþýðusambands Íslands og stéttarfélaganna fóru fram í Helsinki…

    Kristjana Fenger

    7. nóv 2025

  • Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda

    Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um…

    Steinunn Bragadóttir

    30. okt 2025

  • Nútíma kvennabarátta – Málþing um stöðu kvenna af erlendum uppruna

    Alþýðusamband Íslands stóð fyrir vel sóttu málþingi um stöðu kvenna…

    Ritstjórn

    24. okt 2025