Það verður kraftmikil dagskrá um land allt þegar konur leggja niður störf 50 árum eftir fyrsta kvennaverkfallið. Hér fyrir neðan er dagskrá verkalýðsfélaganna á deginum, auk nokkurra annarra valinna viðburða utan höfuðborgarsvæðisins.
Hafnarfjörður
Hlíf verklýðsfélag býður upp á rútuferðir frá Haukahúsinu í miðbæ Reykjavíkur og aftur til baka. Sjá nánar.
Reykjanesbær
VSFK skipulagði peppfund, ásamt öðrum, kl. 11.30 í Bókasafni Reykjanesbæjar með góðri dagskrá. Svo er ferðinni heitið í miðbæinn og aftur til baka. Sjá nánar.
Borgarnes
Stéttvest býður öllum upp á rútuferð sem fer klukkan 12:00 frá Hjálmakletti og til baka að dagskrá lokinni. Sjá nánar.
Selfoss
Báran tók þátt í að skipuleggja dagskrá kvennaverkfalls í ár og býður upp á rútuferð frá Hótel Selfossi í miðbæ Reykjavíkur og til baka að dagskrá lokinni. Klukkan 18.00 er boðið í móttöku á Hótel Selfoss og kl. 19.00 verður boðið upp á bíósýningu í Bíóhúsi Selfoss á heimildarmyndina, Dagurinn sem Ísland stöðvaðist. Sjá nánar.
Ísafjörður
Verk vest tók þátt í skipulagninu dagskrár kvennaverkfalls 2025. Hún með kröfugöngu frá Silfurtorgi kl. 14 og þaðan er gengið að Edinborgarhúsinu þar sem haldnar verða ræður og skemmtiatriði flutt. Klukkan 15.00 verður horft á beint streymi frá baráttufundinum á Arnarhóli. Sjá nánar.
Akureyri
Eining-Iðja og Félag verslunar og skrifstofufólks á Akureyri tóku þátt í að skipuleggja dagskrá kvennaverkfalls 2025. Dagskráin hefst kl. 11.15 – 12.00 á Ráðhústorginu með ræðu og skemmtiatriðum. Sjá nánar.
Breiðumýri
Framsýn tók þátt í skipulagi á dagskrá að Breiðumýri.Dagkráin hefst kl. 14.00 með fjölbreyttri dagskrá, fjölda ræðukvenna og samsöng. Sjá nánar.
Egilsstaðir
AFL – starfsgreinafélag kom að skipulagi viðburðar á Egilstöðum, þar sem Austfirðingar safnast saman í kvennaverkfalli. Safnast verður saman á N1 og farið í kröfugöngu að Valaskjálfi þar sem haldnar verða ræður og skemmtiatriði. Klukkan 15.00 verður horft á beint streymi frá baráttufundinum á Arnarhóli. Sjá nánar.
Vopnafjörður
Kl. 13:45 samstöðuganga frá grunnskólanum að Miklagarði. Kl. 14:15- 15 Ávarp-tónlistaratriði
Höfn
Hist við ráðhúsið og gengð fylktu liði upp á Heppu. Uppá Heppu flytja konur ræður og horfa á beina á útsendinguna frá Arnarhóli og drekkum saman kaffi, heitt kakó og súkkulaði. Sjá nánar.
Stykkishólmur
Dagskráin hefst kl 14:00 á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi. Farið verður yfir sögu kvennabaráttunnar í Stykkishólmi með frásögnum nokkurra kvenna, boðið uppá kaffi og horft á beint streymi frá baráttufundi á Arnarhóli. Sjá nánar.
Siglufjörður
Hist á Síldarkaffi. Sjá nánar.
Hrísey
Í tilefni af Kvennaverkfalli þann 24. október nk. efnir Kvenfélag Hríseyjar til hópgöngu frá Hríseyjarbúðinni klukkan 11:15 fyrir þau sem ekki komast á baráttufundinn sem haldinn er á Akureyri á sama tíma.
Minnum alla á að klæða sig eftir veðri. Genginn verður hringur í þorpinu. Sjá nánar.
Bíldudalur
Labba út kl 14 og hittast á loftinu á Vegamótum. Þar verða lesin upp ljóð eftir konur og þær sem mæta eru hvattar til að koma með ljóð að eigin vali, má þess vegna vera frumsamið. Við horfum svo saman á útsendinguna frá Austurvelli kl. 15:00. Sjá nánar.
Patreksfjörður
Kvenfélagið Sif býður því öllum í Skjaldborgarbíó föstudaginn 24. október 2025 kl. 14:45, þar sem fram fer bein útsending frá útifundi á Arnarhóli sem hefst kl. 15:00. Sjá nánar.