Launatöfluauki virkjaður gagnvart BHM og BSRB

Höfundur

Ritstjórn

Meirihluti nefndar um launatöfluauka, sem skipuð er fulltrúum heildarsamtaka launafólks (BHM, KÍ, BSRB og ASÍ) og opinberra launagreiðenda (ríki, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg), hefur komist að þeirri niðurstöðu að launatöfluauki virkjist í kjarasamningum sem ríkið hefur gert við stéttarfélög innan BHM og BSRB sem uppfylla forsendur. Launatöflur viðkomandi stéttarfélaga taka þannig breytingum þann 1. september 2025 sem sjá má í töflu að neðan.

Launatöflur annarra félaga breytast ekki.

Launagreiðandi Heildarsamtök Hækkun launatöflu
RíkiBHM+1.24%
RíkiBSRB+0.75%

Tilgangur launatöfluauka, sem er að finna í viðauka kjarasamninga stéttarfélaga við opinbera launagreiðendur, er að stuðla að því að þróun launakostnaðar starfsfólks á opinberum markaði innan vébanda heildarsamtaka haldi að jafnaði í við þróun launakostnaðar sambærilegra hópa á almennum markaði.

Samkvæmt fyrrnefndum viðauka er launatöfluauka ekki ætlað að tryggja þróun launakostnaðar einstakra
stéttarfélaga eða starfsmanna. Samanburðarhópar á almennum markaði eru tilgreindir með bálkum íslenskrar starfaflokkunar Hagstofu Íslands (ÍSTARF) á tilgreindu tímabili. Launatöfluauki hefur ekki áhrif á umsamdar launahækkanir í kjarasamningum.

Áhrif launabreytinga í tengslum við útfærslu 7. gr. samkomulags um breytingar á skipan lífeyrismála opinbers starfsfólks frá árinu 2016, hafa eftir atvikum ekki áhrif til lækkunar á launatöfluauka.

Tengdar fréttir

  • Hver borgar fyrir heimsendinguna? 

    Heimsendingaþjónusta hefur aukist jafnt og þétt hérlendis sem og erlendis.…

    Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir

    22. des 2025

    Wolt merki
  • Jöfnun örorkubyrðar og víxlverkun

    Sameiginleg yfirlýsing ASÍ, SA og fjármálaráðuneytisins var undirrituð í dag.…

    Ritstjórn

    18. des 2025

  • Haustskýrsla kjaratölfræðinefndar 2025

    Kjarasamningar hafa verið undirritaðir fyrir allflest launafólk á íslenskum vinnumarkaði…

    Ritstjórn

    27. nóv 2025

    Haustskýrsla Kjaratölfræðinefndar 2025