Mætum öll á mótmæli á Austurvelli 10. september, kl.16:00!

Höfundur

Arnaldur Grétarsson

Nú er nóg komið og tímabært að stjórnvöld axli ábyrgð á því síversnandi efnahagsástandi sem birtist landsmönnum. Þrálát verðbólga og háir vextir hafa haft alvarlegar afleiðingar á fjölda heimila og ástandið bitnar verst á þeim sem minnst hafa á milli handanna.

Á sama tíma hafa stjórnvöld brugðist hlutverki sínu með sinnuleysi í þessu helsta viðfangsefni sínu undanfarin ár.

Við sættum okkur ekki við aðgerðaleysið – stjórnvöld verða að sýna samstöðu með heimilum í landinu í verki! Strax!

Alþýðusamband Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasamband Íslands (KÍ) boða til mótmæla á Austurvelli þann 10. september næstkomandi, kl. 16:00.

Nú er nóg komið!

Tengdar fréttir

  • Dagskrá 1. maí 2025

    Hægt er að skoða dagskrár fyrir 1. maí 2025 um…

    Arnaldur Grétarsson

    30. apr 2025

  • Miðstjórn ASÍ styður breytingar á veiðigjöldum 

    Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hefur samþykkt eftirfarandi ályktun: „Miðstjórn Alþýðusambands Íslands…

    Ritstjórn

    3. apr 2025

  • Sameiginleg yfirlýsing ASÍ og SA í baráttunni gegn vinnumansali

    Undanfarin misseri hafa komið upp á yfirborðið nokkur mál á…

    Ritstjórn

    26. sep 2024