Mannréttindabrot verða ekki liðin

Höfundur

Ritstjórn

Framkoma, ákvarðanir og stefnumótun valdhafa erlendis geta haft alvarlegar afleiðingar og valdið bakslagi og mikilli afturför í jafnréttismálum, líka hér á landi. Ef við veitum ekki viðspyrnu og sýnum hvers megnug við erum er voðinn vís.

Heildarsamtök launafólks styðja yfirlýsingu Samtakanna 78 og hvetja stjórnvöld til að taka afgerandi afstöðu gegn nýrri tilskipun Bandaríkjaforseta um tvö kyn. Með tilskipuninni afneitar forsetinn tilvist trans og intersex fólks og gerir réttindi þeirra að engu, réttindi sem barist var ötullega fyrir í langan tíma.

Heildarsamtökin taka undir kröfu Samtakanna 78 um að íslensk stjórnvöld fordæmi tilskipun Bandaríkjaforseta og standi með hinsegin fólki á alþjóðavettvangi, ekki síst í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ísland stendur framar en mörg önnur ríki þegar kemur að jafnréttismálum og réttindum hinsegin fólks og horft er til Íslands sem fyrirmyndar. Því fylgir ábyrgð sem stjórnvöld verða að standa undir. Skerðing mannréttinda og mannréttindabrot verða ekki liðin.

Tengdar fréttir

  • Konur í nýju landi – OKKAR konur

    Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum, í samstarfi við Norðurþing og Alþýðusamband Íslands…

    Ritstjórn

    12. mar 2025

  • Gallað frumvarp um breytt raforkulög  

    Frumvarp til laga um um breytingar á raforkulögum og lögum…

    Ritstjórn

    5. mar 2025

  • Kynskiptur vinnumarkaður

    Á Kvennaári 2025 hafa á fimmta tug samtaka sameinast um…

    Steinunn Bragadóttir

    20. feb 2025