Miðstjórn ASÍ styður félagsfólk BSRB

Höfundur

Ritstjórn

Reykjavík, 7.6.2023

Miðstjórn ASÍ lýsir yfir fullum stuðningi við yfirstandandi vinnustöðvun félagsfólks aðildarfélaga BSRB gagnvart sveitarfélögum landsins og beinir þeim tilmælum til félagsfólks aðildarsamtaka sinna að ganga hvorki beint né óbeint í störf félagsfólks aðildarfélaga BSRB meðan á vinnustöðvun stendur.

Meginreglan um að jöfn laun skuli greiða fyrir sambærileg störf er mikilvæg á íslenskum vinnumarkaði og þau stéttarfélög og einstaklingar sem telja á sig hallað eru hvattir áfram til að knýja fram leiðréttingu. Jafnframt er höfðað til ábyrgðar atvinnurekenda, og þá sérstaklega opinberra, að axla ábyrgð á sanngjörnum vinnumarkaði og mismuna ekki fólki á grundvelli stéttarfélagsaðildar.

Tengdar fréttir

  • Gallað frumvarp um breytt raforkulög  

    Frumvarp til laga um um breytingar á raforkulögum og lögum…

    Ritstjórn

    5. mar 2025

  • NÁMSKEIÐIÐ UNGIR LEIÐTOGAR HALDIÐ Í ÞRIÐJA SINN

    Ungir leiðtogar er námskeið ætlað ungu fólki innan verkalýðshreyfingarinnar. Áhersla…

    Ritstjórn

    20. jan 2025

    Ungir leiðtogar
  • Kvennaráðstefna ASÍ 2024 

    Ryðjum hindrunum úr vegi – kvenfrelsi og stéttabarátta. Kvennaráðstefna ASÍ…

    Ritstjórn

    14. nóv 2024