Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Miðstjórn ASÍ styður verkfall Eflingar

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við verkfall Eflingar sem er nú hafið í Kópavogi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Hveragerði og sveitarfélaginu Ölfus.

Samningar Eflingarfélaga eru lykilþáttur í að bæta kjör þeirra sem lægst hafa launin í íslensku samfélagi. Samningar í fyrrnefndum sveitarfélögum hafa verið lausir í rúmt ár og viðræður hafa engum árangri skilað. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur neitað að gera kjarasamning við Eflingu sambærilegan þeim sem Ríkið, Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir hafa þegar gert. Boðun verkfalls var samþykkt með 90% atkvæða þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu.

Miðstjórn ASÍ hvetur félagsmenn allra aðildarsamtaka sinna og annað launafólk til að virða aðgerðir Eflingar og stuðla að því að verkfallsbrot verði ekki framin.

Tengdar fréttir