Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Norræna verkalýðssambandið 50 ára

Fimmtíu ár eru í dag, 14. mars, liðin frá því að Norræna verkalýðssambandið (Nordens Fackliga Samorganisation, NFS) var sett á stofn á fundi í Ósló.

NFS var stofnað árið 1972 einkum til að samræma stefnu og hagsmunavörslu norrænu verkalýðssambandanna á vettvangi Evrópusamstarfsins; Fríverslunarsamstaka Evrópu (EFTA  og þáverandi Evrópubandalags (EC).   Evrópusamtök verkalýðsfélaga (ETUC) voru stofnuð ári seinna.

Að baki stofnunar NFS var sú sannfæring norrænu félaganna að saman gætu þau haft mun meiri áhrif og fengið aukið fylgi við sjónarmið sín.

Á vettvangi Norðurlandasamstarfsins starfa nú 15 samtök með rúmlega 8,5 milljónir félaga. Innan NFS starfa alþýðusambönd Noregs, Finnlands, Íslands, Svíþjóðar, Danmerkur, Færeyja og Grænlands auk félaga opinberra starfsmanna og sérfræðinga. Auk Alþýðusambands Íslands eiga BSRB og BHM aðild að norræna samstarfinu.

Á verkaefnaskrá NFS eru m.a. varðstaða um norræna samningslíkanið , atvinnuöryggi og stöðugleiki á vinnumarkaði auk réttlátrar skiptingar gæðanna. Þá leggur NFS ríka áherslu á að standa vörð um réttindi launafólks og mannréttindi almennt.

NFS hefur einnig umsjón með sameiginlegum tilnefningum aðildarsamstakanna vegna þátttöku í alþjóðastarfi einkum á vegum Alþjóða vinnumálastofnunarinnar (ILO), Alþjóðasamtaka verkalýðsfélaga (ITUC) og Evrópusamtaka verkalýðsfélaga (ETUC).

Höfuðstöðvar Norræna verkalýðssambandsins eru í Stokkhólmi.

Author

Tengdar fréttir