Nýtt mánaðaryfirlit – Verðbólga ekki hærri í 12 ár

Höfundur

Ritstjórn

Hagstofa Íslands birti fyrir helgi vísitölu neysluverðs fyrir aprílmánuð. Vísitalan var 535,4 stig og hækkaði um 1,25% milli mánaða. Er það mesta hækkun vísitölunnar milli mánaða frá febrúar 2013. Verðbólga á ársgrundvelli mældist 7,2% og jókst um 0,5 prósentur milli mánaða. Sé litið framhjá áhrifum húsnæðis mælist verðbólga 5,3% og jókst um 0,7 prósentur milli mánaða.

Lesa má um þetta ásamt öðru í mánaðaryfirliti stefnumótunar og greiningar.

Þróun á húsnæðisverði ásamt verðhækkun á flugfargjöldum vega þyngst í hækkun vísitölunnar milli mánaða. Kostnaður vegna eigin húsnæðis, þ.e. reiknuð húsaleiga, hækkaði um 2,4% milli mánaða (0,45% vísitöluáhrif) á meðan flugfargjöld hækkuðu um 23% (0,37%) milli mánaða. Þessir tveir liðir vega þyngst í breytingunni milli mánaða. Verðbólga er um þessar mundir almenn. Það merkir að verðhækkanir mælast á breiðum grunni, þ.e. á mörgum vöruflokkum. Um 2/3 af öllum undirliðum vísitölunnar hækkuðu í verði milli mánaða.

Hægt er að lesa ítarlega um áhrifaþætti á verðbólgu í nýjasta mánaðaryfirliti stefnumótunar og greiningar.

Tengdar fréttir

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Arnaldur Grétarsson

    17. okt 2025

  • ASÍ gagnrýnir niðurskurð og óttast aukna verðbólgu

    Alþýðusamband Íslands gerir athugasemdir við áform ríkisstjórnarinnar um niðurskurð eins…

    Ritstjórn

    17. okt 2025

  • Ný rannsókn sýnir mikla óánægju meðal foreldra með svokallað Kópavogsmódel

    Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti í dag niðurstöður nýrrar viðtalsrannsóknar…

    Ritstjórn

    2. okt 2025