Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Okra bankarnir eða þjóna þeir almenningi?

ASÍ, BSRB, BHM og Neytendasamtökin standa fyrir morgunverðarfundi um nýútkomna skýrslu um gjaldtöku og arðsemi bankanna þann 3. október kl. 08:30-10:30, í salnum Vox Club á Hilton hóteli. Léttur morgunverður verður í boði frá 08:00. 

Skoða má upptöku frá fundinum hér að neðan:

Á ráðstefnunni verður fjallað um niðurstöður nýútkominnar skýrslu starfshóps menningar- og viðskiptaráðherra um gjaldtöku og arðsemi íslensku bankanna. Markmiðið með málþinginu er að dýpka umræðuna um niðurstöður skýrslunnar, fjalla um þær í samhengi við samkeppni og neytendamál og ræða næstu skref fram á við. 

Hefur bættur rekstur bankanna skilað sér í betri kjörum til viðskiptavina bankanna? Er staða neytenda á íslenskum fjármálamarkaði jafn sterk hér á landi og í löndunum í kringum okkur? Hvernig má auka gagnsæi og styrkja stöðu viðskiptavina bankanna? Hvað geta stjórnvöld gert til að efla samkeppni og neytendavernd? 

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, mun flytja ávarp við upphaf ráðstefnunnar og síðan taka þátt í pallborðsumræðu.  

Auk hennar flytja erindi:  

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins 

Þórunn Anna Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu 

Inga Dröfn Benediktsdóttir, forstöðumaður í viðskiptaháttaeftirliti hjá Fjármálaeftirlitinu  

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna 

Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri og annar stofnandi Indó  

Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands  

Í pallborði verða: 

Lilja Alfreðsdóttir, Auður Alfa Ólafsdóttir, Haukur Skúlason og Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. 

Guðmundur Gunnarsson stýrir pallborði.  

 

 

Author

Tengdar fréttir