Páskaeggin ódýrust í Bónus og Krónunni

Höfundur

Ritstjórn

Bónus var oftast með lægsta verð á páskaeggjum í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmd var þann 28. mars, í 28 af 32 tilvikum. Krónan var með lægsta verðið í fjórum tilvikum og verð á öðum páskaeggjum í versluninni var einni krónu hærra en verð hjá Bónus. Krónan og Bónus voru með lægsta meðalverðið á páskaeggjum en Fjarðarkaup og Nettó með næst lægsta meðalverðið sem var að meðaltali um 5% hærra en verð í Krónunni og Bónus. Iceland var oftast með hæsta verðið á páskaeggjum, í 19 tilvikum af 32 og Hagkaup í 14 tilvikum en verð í báðum verslunum var um 17% hærra en lægsta verð. Heimkaup var með hæsta meðalverðið sem var 27% hærra en lægsta verð en einungis níu páskaegg af þeim sem voru í könnuninni fengust í versluninni.  

Páskaeggin dýrust í Iceland og Hagkaup 

Iceland var oftast með hæsta verðið á páskaeggjum í 19 tilvikum og Hagkaup næst oftast, í 13 tilvikum. Verð á páskaeggjum í Iceland var að jafnaði 18% frá lægsta verði og verð í Hagkaup 17% frá lægsta verði. Heimkaup var lengst frá lægsta verði, en verð í versluninni var að meðaltali 27% hærra en lægsta verð. 

Krónan og Bónus voru að meðaltali með lægsta meðalverð á páskaeggjum þó 0,1% skilji á milli, Krónunni í hag. Verð á páskaeggjum var þriðja lægst í Fjarðarkaupum að meðaltali 5% hærra en lægsta verð en meðalverð í Nettó var einungis 0,2% hærra en í Fjarðarkaupum. Verð á páskaeggjum í Kjörbúðinni var að meðaltali 9% hærra en lægsta verð.  

Allt að 41% verðmunur á páskaeggjum 

Algengast var að 20-30% munur væri á hæsta og lægsta verði á páskaeggjum eða í 18 tilfellum af 32. Næst algengast var að 10-20% munur væri á hæsta og lægsta verði, í 13 tilfellum. Mest var 41% munur á hæsta og lægsta verði á Góu páskaeggi nr. 3. Lægst var verðið í Krónunni, 995 kr. og einungis þremur krónum hærra í Fjarðarkaupum, 998 kr. Hæst var verðið í Iceland, 1.399 kr. Í krónum talið var algengast að um 4-500 króna munur væri á hæsta og lægsta verði en mest var 820 kr. munur á hæsta og lægsta verði á Nóa Síríus konfekt páskaeggi. Lægst var verðið í Bónus, 3.679 kr., einni krónu hærra í Krónunni en hæst var verðið í Hagkaup, 4.499 kr.  

Tengdar fréttir

  • Verðlag í Bónus hækkar um 1,8% frá desember 

    Verðlag á dagvöru hækkaði um 0,7% í febrúar frá fyrri…

    Benjamin Julian

    12. mar 2025

  • Dagvöruverð lækkar vegna heilsudaga 

    Dagvöruvísitala verðlagseftirlitsins lækkar milli mánaða og mælist nú -0,1% í…

    Ritstjórn

    6. feb 2025

  • Verðbólga lækkaði í janúar

    Hagstofan birti i gær vísitölu neysluverðs fyrir janúar og lækkaði…

    Ritstjórn

    31. jan 2025