Ragnar Þór Ingólfsson kveður varaforsetaembætti ASÍ

Höfundur

Ritstjórn

Samhliða því að Ragnar Þór Ingólfsson tekur sæti á Alþingi Íslendinga sem 5. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður fyrir Flokk fólksins, lætur hann af embætti 1. varaforseta Alþýðusambands Íslands og lætur samhliða frá sér sæti í miðstjórn ASÍ.

Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs starfsgreinafélags, tekur við af Ragnari Þór sem 1. varaforseti ASÍ. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar -stéttarfélags, tekur þannig sömuleiðis við embætti 2. varaforseta.

Skipað verður í hlutverk 3. varaforseta ASÍ á næsta fundi miðstjórnar.

Tengdar fréttir

  • Engar tryggingar í frumvarpi um verð á raforku til almennings

    Stjórnvöld taki ekki tillit til sérstöðu raforkumála á Íslandi Alþýðusamband…

    Ritstjórn

    26. mar 2025

  • ASÍ styður frumvarp um breytt búvörulög

    Alþýðusamband Íslands (ASÍ) styður þær breytingar sem boðaðar eru í…

    Ritstjórn

    26. mar 2025

  • Ályktun miðstjórnar um tillögur starfshóps um hagræðingu í ríkisrekstri

    Miðstjórn Alþýðusambands Íslands tekur undir stefnu nýkjörinnar ríkisstjórnar að fara…

    Ritstjórn

    21. mar 2025