Rangfærslur um launahlutfall leiðréttar

Höfundur

Ritstjórn

Það er rangt að launahlutfall á Íslandi sé hið hæsta sem þekkist og að laun hér á landi hafi hækkað umfram framleiðnivöxt. Hið rétta er að hlutfall launa af verðmætasköpun er sambærilegt við nágrannalönd og lægra en í sex aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD).

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ítarlegri greinargerð um launaþróun og framleiðni á Íslandi sem Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), lagði fram á fundi Þjóðhagsráðs í liðinni viku.

Launahlutfall er hefðbundinn mælikvarði á skiptingu verðmætasköpunar milli launafólks og fjármagnseigenda. Það mælir hversu hátt hlutfall verðmætasköpunar fer til launafólks. Í greinargerð ASÍ er fjallað um þróun launahlutfalls hér á landi og kemur m.a. fram að það lækkaði mikið í kjölfar hruns fjarmálakerfisins haustið 2008. Frá aldamótum hafa laun í einkageira þróast í takt við framleiðni. Launahlutfallið er þó enn lægra en það var fyrir hrunið.

Greinargerð um launaþróun og framleiðni má nálgast hér.

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um páska

    ASÍ styrkir Samhjálp um 400 þúsund krónur nú í aðdraganda…

    Arnaldur Grétarsson

    15. apr 2025

    Kaffistofa Samhjálpar og merki Samhjálpar
  • Opið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Eðvarðs Sigurðssonar 2025

    Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til…

    Arnaldur Grétarsson

    8. apr 2025

    Eðvarð Sigurðsson
  • Engar tryggingar í frumvarpi um verð á raforku til almennings

    Stjórnvöld taki ekki tillit til sérstöðu raforkumála á Íslandi Alþýðusamband…

    Ritstjórn

    26. mar 2025