Róbert Farestveit nýr sviðsstjóri hjá ASÍ

Höfundur

Ritstjórn

Róbert Farestveit hefur verið ráðinn sviðsstjóri stefnumótunar og greininga hjá Alþýðusambandinu. Róbert hefur starfað hjá hjá ASÍ undanfarin 8 ár en hann útskrifaðist með M.Sc. gráðu í þjóðhagfræði frá Lund University í Svíþjóð árið 2012. Hann starfaði hjá Glitni og Íslandsbanka meðfram námi.

Róbert hefur unnið að fjölbreyttum verkefnum innan verkalýðshreyfingarinnar. Má þar nefna ráðgjöf við kjarasamningsgerð, greiningu á efnahags-, skatta-, atvinnu- og vinnumarkaðsmálum ásamt þátttöku í alþjóðastarfi innan verkalýðshreyfingarinnar. Róbert hefur einnig starfað við stundakennslu í hagfræði hjá Háskólanum í Reykjavík, setið í Vísinda- og tækniráði frá árinu 2013 og setið í nefndum á vegum Evrópsku verkalýðshreyfingarinnar, ETUC.

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um jólin 2025

    Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, afhenti Samhjálp styrk upp á…

    Ritstjórn

    12. des 2025

  • Útgáfufundur Kjaratölfræðinefndar 27. nóv

    Nýjasta skýrsla Kjaratölfræðinefndar verður kynnt í húsakynnum ríkissáttasemjara fimmtudaginn 27. nóvember…

    Ritstjórn

    27. nóv 2025

  • Eftirlitsfulltrúar í námsferð til Helsinki

    Starfsdagar eftirlitsfulltrúa Alþýðusambands Íslands og stéttarfélaganna fóru fram í Helsinki…

    Kristjana Fenger

    7. nóv 2025