Róbert Farestveit nýr sviðsstjóri hjá ASÍ

Höfundur

Ritstjórn

Róbert Farestveit hefur verið ráðinn sviðsstjóri stefnumótunar og greininga hjá Alþýðusambandinu. Róbert hefur starfað hjá hjá ASÍ undanfarin 8 ár en hann útskrifaðist með M.Sc. gráðu í þjóðhagfræði frá Lund University í Svíþjóð árið 2012. Hann starfaði hjá Glitni og Íslandsbanka meðfram námi.

Róbert hefur unnið að fjölbreyttum verkefnum innan verkalýðshreyfingarinnar. Má þar nefna ráðgjöf við kjarasamningsgerð, greiningu á efnahags-, skatta-, atvinnu- og vinnumarkaðsmálum ásamt þátttöku í alþjóðastarfi innan verkalýðshreyfingarinnar. Róbert hefur einnig starfað við stundakennslu í hagfræði hjá Háskólanum í Reykjavík, setið í Vísinda- og tækniráði frá árinu 2013 og setið í nefndum á vegum Evrópsku verkalýðshreyfingarinnar, ETUC.

Tengdar fréttir

  • Ný rannsókn sýnir mikla óánægju meðal foreldra með svokallað Kópavogsmódel

    Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti í dag niðurstöður nýrrar viðtalsrannsóknar…

    Ritstjórn

    2. okt 2025

  • Samband íslenskra samvinnufélaga blæs til málþings

    Þann 3. september næstkomandi kl. 16 verður málþing í Kaldalóni…

    Ritstjórn

    2. sep 2025

  • Alþýðusamband Íslands og Lúðrasveit verkalýðsins hafa endurnýjað samstarf sitt

    Samstarf þessara tveggja aðila á sér djúpar rætur í íslenskri…

    Ritstjórn

    3. jún 2025