Róbert Farestveit nýr sviðsstjóri hjá ASÍ

Höfundur

Ritstjórn

Róbert Farestveit hefur verið ráðinn sviðsstjóri stefnumótunar og greininga hjá Alþýðusambandinu. Róbert hefur starfað hjá hjá ASÍ undanfarin 8 ár en hann útskrifaðist með M.Sc. gráðu í þjóðhagfræði frá Lund University í Svíþjóð árið 2012. Hann starfaði hjá Glitni og Íslandsbanka meðfram námi.

Róbert hefur unnið að fjölbreyttum verkefnum innan verkalýðshreyfingarinnar. Má þar nefna ráðgjöf við kjarasamningsgerð, greiningu á efnahags-, skatta-, atvinnu- og vinnumarkaðsmálum ásamt þátttöku í alþjóðastarfi innan verkalýðshreyfingarinnar. Róbert hefur einnig starfað við stundakennslu í hagfræði hjá Háskólanum í Reykjavík, setið í Vísinda- og tækniráði frá árinu 2013 og setið í nefndum á vegum Evrópsku verkalýðshreyfingarinnar, ETUC.

Tengdar fréttir

  • NÁMSKEIÐIÐ UNGIR LEIÐTOGAR HALDIÐ Í ÞRIÐJA SINN

    Ungir leiðtogar er námskeið ætlað ungu fólki innan verkalýðshreyfingarinnar. Áhersla…

    Ritstjórn

    20. jan 2025

    Ungir leiðtogar
  • Kvennaráðstefna ASÍ 2024 

    Ryðjum hindrunum úr vegi – kvenfrelsi og stéttabarátta. Kvennaráðstefna ASÍ…

    Ritstjórn

    14. nóv 2024

  • Ekki er allt gull sem glóir

    Göran Dahlgren og Lisa Pelling skrifa: Það var okkur ánægja…

    Ritstjórn

    14. okt 2024