Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Samstaða launafólks með Palestínu 15. janúar 2024

Mánudaginn 15. janúar verða 100 dagar liðnir frá upphafi núverandi hernaðaraðgerðum Ísraela á hendur Palestínumönnum á Gaza. Á þessu tímabili hefur Ísrael virt alþjóðalög að vettugi, drepið yfir 30.000 íbúa Palestínu, þar á af 12 – 15.000 börn, rústað nauðsynlegum innviðum og hrakið nær alla íbúa Gaza á flótta á mjög takmörkuðu landssvæði sem hefur verið í herkví sl. 17 ár.

Af því tilefni hafa heildarsamtök og félög launafólks ákveðið sýna samstöðu með því að flagga palestínska fánanum. Verður fáninn dreginn að húni á hádegi kl. 12:00. Verkalýðshreyfingin er hreyfing lýðræðis, mannréttinda og friðar á alþjóðavísu og fjöldi systursamtaka okkar um gervallan heim beita nú einnig afli sínu til að binda enda á hörmungarnar.

Alþýðusambandið og fleiri heildarsamtök innan verkalýðshreyfingarinnar hafa árum saman bent á það grófa misrétti sem verkafólk og almenningur allur í Palestínu býr við. Auk þess hafa þessi sambönd sent frá sér fjölda ályktana í gegnum tíðina gegn stríðsrekstri Ísraela á hendur íbúa Palestínu. 

Ekkert útlit er fyrir hlé á núverandi árásum, auk þess sem spennan eyskst á vesturbakkanum dag frá degi. Með þessari táknrænu aðgerð, þegar 100 dagar eru liðnir frá upphafi árásanna vilja samtökin sýna almenningi í Palestínu stuðning auk þess sem við skorum á íslensk stjórnvöld til að beita sér af auknum þunga í þágu lausnar á átökunum, á hvern þann hátt sem mögulegt er.

Author

Tengdar fréttir