Sara S. Öldudóttir ráðin í starf vinnumarkaðssérfræðings hjá ASÍ

Höfundur

Ritstjórn

Sara S. Öldudóttir hefur verið ráðin í starf vinnumarkaðssérfræðings hjá ASÍ og hefur hún störf í byrjun febrúar.

Sara er menntuð í félagsvísindum. Hún er með BA-gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands og MSc í stjórnmálum alþjóðahagkerfisins frá London School of Economics and Political Science. Hún stundaði einnig doktorsnám í félagsfræði við Háskóla Íslands þar sem hún rannsakaði viðhorf almennings til umhverfismála út frá hnattrænni misskiptingu.
Síðastliðin tvö ár hefur hún starfað á vettvangi verkalýðsmála sem sérfræðingur við rannsóknir og greiningar hjá Eflingu stéttarfélagi. Áður starfaði hún við stundakennslu og rannsóknir við Háskóla Íslands þar sem hún sinnti formennsku í hagsmunafélagi stundakennara um tveggja ára skeið. Sara hefur einnig starfað við fjölþjóðleg menningarverkefni, m.a. með Listahátíðinni Cycle.

Alþýðusambandið býður Söru velkomna til starfa.

Tengdar fréttir

  • Eftirlitsfulltrúar í námsferð til Helsinki

    Starfsdagar eftirlitsfulltrúa Alþýðusambands Íslands og stéttarfélaganna fóru fram í Helsinki…

    Kristjana Fenger

    7. nóv 2025

  • Vel heppnað þing ASÍ-UNG

    ASÍ-UNG hélt sitt 11. þing föstudaginn 17. október og var…

    Ritstjórn

    20. okt 2025

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Arnaldur Grétarsson

    17. okt 2025