Skóflustunga tekin að 68 leiguíbúðum Bjargs

Höfundur

Ritstjórn

Fyrsta skóflustunga var tekin í dag að 68 leiguíbúðum Bjargs við Haukahlíð 18 í Reykjavík. Áætlað er að fyrstu íbúðirnar verði tilbúnar í júlí 2027 og verða íbúðirnar verða afhentar í þremur áföngum.

Íbúðirnar eru í 85 íbúða fjölbýlishúsi á 3-5 hæðum með þremur stigahúsum og verða íbúðirnar tveggja til sex herbergja. Bílakjallari verður í húsinu ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu. Gæludýrahald verður leyft í hluta íbúðanna á jarðhæð.

Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB. Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu.

Frá vinstri: Gylfi Gíslason framkvæmdastj. Jáverks, Björn Traustason framkvæmdastj. Bjargs, Magnús M. Guðmundsson framkvæmdastj. BSRB, Heiða B. Hilmisdóttir borgarstjóri, Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ, Guðrún Kristinsdóttir, starfsmaður Bjargs

Tengdar fréttir

  • ASÍ telur lög um skammtímaleigu húsnæðis til ferðamanna ganga of

    Alþýðusamband Íslands (ASÍ) telur fyrirliggjandi frumvarp um breytingu á lögum…

    Ritstjórn

    20. okt 2025

  • Alþýðusambandið styður almenna skráningarskyldu leigusamninga

    Alþýðusambands Íslands (ASÍ)  fagnar  fyrirhuguðum breytingum á lögum þar sem…

    Ritstjórn

    17. okt 2025

  • Rang­færslur Við­skiptaráðs

    Viðskiptaráð hélt áfram sókn sinni gegn húsnæðisöryggi og viðráðanlegum húsnæðiskostnaði…

    Finnbjörn A. Hermannsson

    19. jún 2025