Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Stjórn ILO ályktar um innrásina í Úkraínu

Stjórn Alþjóðavinnumálastofnunarinnar – ILO, sem fundar nú í Genf, samþykkti miðvikudaginn 23. mars, með 91% gildra atkvæða, ályktun þar sem lýst er fullum stuðningi við aðila vinnumarkaðarins, launafólk, atvinnurekendur og lýðræðislega kjörin stjórnvöld í Úkraínu. Samhliða er innrás Rússlands með aðstoð Hvíta-Rússlands harðlega gagnrýnd sem brot á þeim meginskyldum sem ríkin hafa tekið á sig sem aðilar að ILO og þess krafist að hernaði verði skilyrðislaust hætt, herlið dregið til baka og friðsamlegrar lausnar leitað í samræði við sáttmála Sameinuðu Þjóðanna og alþjóðalög. Einungis Kína og Rússland greiddu atkvæði gegn ályktuninni og átta ríkisstjórnir sátu hjá.

Yfirlýsing ILO

Niðurstöður atkvæðagreiðslu.

Author

Tengdar fréttir