Stjórn Alþjóðavinnumálastofnunarinnar – ILO, sem fundar nú í Genf, samþykkti miðvikudaginn 23. mars, með 91% gildra atkvæða, ályktun þar sem lýst er fullum stuðningi við aðila vinnumarkaðarins, launafólk, atvinnurekendur og lýðræðislega kjörin stjórnvöld í Úkraínu. Samhliða er innrás Rússlands með aðstoð Hvíta-Rússlands harðlega gagnrýnd sem brot á þeim meginskyldum sem ríkin hafa tekið á sig sem aðilar að ILO og þess krafist að hernaði verði skilyrðislaust hætt, herlið dregið til baka og friðsamlegrar lausnar leitað í samræði við sáttmála Sameinuðu Þjóðanna og alþjóðalög. Einungis Kína og Rússland greiddu atkvæði gegn ályktuninni og átta ríkisstjórnir sátu hjá.

Stjórn ILO ályktar um innrásina í Úkraínu
Tengdar fréttir
Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út
Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…
ASÍ gagnrýnir niðurskurð og óttast aukna verðbólgu
Alþýðusamband Íslands gerir athugasemdir við áform ríkisstjórnarinnar um niðurskurð eins…
Ný rannsókn sýnir mikla óánægju meðal foreldra með svokallað Kópavogsmódel
Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti í dag niðurstöður nýrrar viðtalsrannsóknar…