Þing SGS ályktar í tilefni af kvennafrídegi

Höfundur

Ritstjórn

Starfsgreinasamband Íslands minnist þess að 44 ár eru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum þann 24. október árið 1975. Þennan dag sameinuðust íslenskar konur um að leggja niður störf og lama þar með íslenskt atvinnulíf til að vekja athygli á ómetanlegu vinnuframlagi kvenna á íslenskum vinnumarkaði og inni á heimilum.
Því miður hefur þróunin í átt til kynjajafnréttis verið hæg frá því fundurinn var haldinn fyrir hátt í hálfri öld. Konur hafa áberandi minni völd í samfélaginu heldur en karlar og bera um fjórðungi minna en karlar fyrir sömu störf.

Af öllum hópum í samfélaginu hallar mest á ófaglærðar verkakonur. Óhætt er að segja að þessar konur beri þyngstu byrðarnar í íslensku samfélagi. Margar hverjar vinna langan vinnudag ásamt því að bera meginábyrgð á umönnun sinna nánustu inni á heimilunum. Þessi hópur eru öðrum hópum líklegri til að verða fyrir áreitni og ýmis konar vanvirðandi hegðun á vinnumarkaði og er líklegastur af öllum hópum starfsmanna til að fara á örorku á miðjum aldri.

Starfsgreinasambandið stendur í harðri kjaradeilu við sveitarfélögin, Reykjavíkurborg og ríki. Þar undir eru fjölmennar kvennastéttir í umönnunarstörfum. Sambandinu blöskrar hvernig komið er fram við þessar konur og hversu takmarkalaus lítilsvirðingin í þeirra garð lýsir sér í viðræðunum.

Nú er nóg komið. Löngu er orðið tímabært að störf þessara kvenna séu metin að verðleikum. Samfélagið verður að taka höndum saman um að tryggja þeim fullnægjandi starfskjör og þar með virðingu í okkar ríka landi. Þar ætti að sjálfsögðu hið opinbera að ganga á undan með góðu fordæmi.

Starfsgreinasambandið skorar á hið opinbera að koma af heilum hug til samningaviðræðna um laun og vinnuaðstæður verkafólks í þeirra ranni. Að tryggja þeim hærri laun og styttri vinnuviku til að stuðla að mannsæmandi lífsviðurværi og kynjajafnrétti í samfélaginu.

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um páska

    ASÍ styrkir Samhjálp um 400 þúsund krónur nú í aðdraganda…

    Arnaldur Grétarsson

    15. apr 2025

    Kaffistofa Samhjálpar og merki Samhjálpar
  • Opið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Eðvarðs Sigurðssonar 2025

    Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til…

    Arnaldur Grétarsson

    8. apr 2025

    Eðvarð Sigurðsson
  • Engar tryggingar í frumvarpi um verð á raforku til almennings

    Stjórnvöld taki ekki tillit til sérstöðu raforkumála á Íslandi Alþýðusamband…

    Ritstjórn

    26. mar 2025