Þjóðin telur stjórnvöld ábyrg fyrir húsnæðiskreppunni

Höfundur

Ritstjórn

Um 85% þjóðarinnar telja stjórnvöld bera mikla ábyrgð á því ófremdarástandi sem ríkir í húsnæðismálum hér á landi.

Þetta kemur fram í nýrri þjóðmálakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Alþýðusamband Íslands (ASÍ).

Spurt var: Hversu mikla eða litla ábyrgð telur þú að stjórnvöld beri á stöðunni á húsnæðismarkaði í dag?

Alls kváðust 45% aðspurða telja ábyrgð stjórnvalda mjög mikla og 40% sögðu hana frekar mikla. Einungis 7% töldu hana frekar (5%) eða mjög litla (2%). Þá tóku 8% ekki beina afstöðu.

Um 55% kjósenda Sjálfstæðisflokksins telja stjórnvöld betra mikla ábyrgð á húsnæðiskreppunni, 69% kjósenda Framsóknarflokksins, 84% kjósenda Miðflokksins og um 90% kjósenda Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata, Flokks fólksins og sósíalista.

Könnunin var gerð 13.-21. nóvember 2024.

Úrtak var 1.697 manns af öllu landinu, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.

Tengdar fréttir

  • Rang­færslur Við­skiptaráðs

    Viðskiptaráð hélt áfram sókn sinni gegn húsnæðisöryggi og viðráðanlegum húsnæðiskostnaði…

    Finnbjörn A. Hermannsson

    19. jún 2025

  • Vind­högg Við­skipta­ráðs

    Nærri áratugi eftir að lög um almennar íbúðir tóku gildi…

    Finnbjörn A. Hermannsson

    13. jún 2025

  • Sögulegur úrskurður fyrir öryggi leigjenda

    Alþýðusamband Íslands fagnar nýlegum úrskurði sem felur í sér mikilvægt…

    Ritstjórn

    11. jún 2025