Íslandsdeild Amnesty International stendur fyrir málþingi um birtingarmyndir vinnumansals á Íslandi og á heimsvísu. Málþingið fer fram í Hannesarholti og er í samstarfi við Heimili heimsmarkmiðanna. Vinnumansal er fjölþætt mannréttindabrot og opnað verður fyrir umræður um hvernig hægt sé að sporna gegn því.
Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur ASÍ í vinnumarkaðsmálum flytur erindi ásamt Öldu Hrönn Jónsdóttur og Árna Kristjánssyni auk þess sem boðið verður upp á opnar umræður.
Boðið verður upp á streymi af Facebook-síðu Hannesarholts. Aðgangur er ókeypis.





