Undirritun viljayfirlýsingar um minnismerki kvennabaráttunnar.

Undirritun viljayfirlýsingar um minnismerki kvennabaráttunnar

Höfundur

Arnaldur Grétarsson

VIljayfirlýsing hefur verið undirrituð, þess efnis að minnismerki um Rauðsokkahreyfinguna og kvennabaráttu verði reist í borgarlandinu. Björn Ágúst Sigurjónsson formaður fulltrúarráðs verkalýðshreyfingarinnar í Reykjavík og Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri, undirrituðu viljayfirlýsinguna fimmtudaginn 23. október.

Undirritun viljayfirlýsingar um minnismerki kvennabaráttunnar.
Undirritun viljayfirlýsingar um minnismerki kvennabaráttunnar.

Kvennaverkfallsfánar dregnir að húni – brú á milli Ráðhúss og Iðnó.

Minnismerkið er endurgerð Venusar eða Sáttarinnar sem var gerð af Jóni Benediktssyni fyrir leikmynd Messíönu Tómasdóttur fyrir leiksýninguna Lýsisströtu árið 1970, leikstjóri var Brynja Benediktsdóttir. Styttan var svo fengin að láni 1. maí 1970 þegar konur á rauðum sokkum ákváðu að fylkja liði í kröfugöngu verkalýðsins í Reykjavík, en sá viðburður markaði upphaf Rauðsokkahreyfingarinnar

Endurgerð styttunnar var gerð í aðdraganda og tilefni af 1. maí 2025 á Kvennaári og var útfærð af listakonunni Evu Ísleifs.

Í viljayfirlýsingunni kemur fram að minnismerkið verði staðsett á áberandi, aðgengilegum og merkingarbærum stað í borginni í samráði við gefanda verksins. Verkefnið skal styðja við menningarlega sjálfsmynd Reykjavíkur sem jafnréttisborg og vera hluti af víðtækari viðleitni til að gera sýnilegt framlag kvenna í opinberu rými. Minnismerkið á að heiðra sögu og framlag Rauðsokkahreyfingarinnar í baráttunni fyrir jafnrétti, félagslegu réttlæti og bættum lífskjörum á Íslandi.

Unnið verður sameiginlega að undirbúningi, fjármögnun og framkvæmd verkefnisins.

Á Kvennaárinu 2025 er haldið upp á þau tímamót að 50 ár eru frá því að konur lögðu fyrst niður störf á Íslandi til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna í samfélaginu. Á þeim sögulega degi lögðu 90% kvenna niður störf og frá þeim tíma hefur samfélag okkar tekið miklum breytingum í átt að auknu jafnrétti. Baráttunni er hins vegar alls ekki lokið og á morgun er búið að blása til Kvennaverkfalls á ný.

Fánar Kvennaárs 2025 dregnir að húni. Ljósmynd: Róbert Reynisson/Reykjavík
Fánar Kvennaverkfalls dregnir að húni við Ráðhús Reykjavíkur.

Kvennaverkfallsfánar dregnir að húni – brú á milli Ráðhúss og Iðnó.

Tengdar fréttir

  • Jöfnun örorkubyrðar og víxlverkun

    Sameiginleg yfirlýsing ASÍ, SA og fjármálaráðuneytisins var undirrituð í dag.…

    Ritstjórn

    18. des 2025

  • Ólaunuð vinna kvenna

    Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um…

    Steinunn Bragadóttir

    16. des 2025

  • Ný skýrsla Vörðu sýnir ójafna skiptingu heimilisstarfa meðal karla og

    Varða - Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins gefur í dag út skýrslu um…

    Ritstjórn

    4. des 2025