Ungt fólk til áhrifa!

Höfundur

Ritstjórn

Góður hópur fulltrúa sótti 10. þing ASÍ-UNG á Hellu

ASÍ-UNG, hreyfing ungs fólks innan Alþýðusambands Íslands, kom saman til fundar á Hellu fimmtudaginn 7. nóvember sl.

Þrátt fyrir íslenskt veður og erfiðar flugsamgöngur sótti góður hópur fulltrúa víðast hvar af landinu þetta 10. þing ASÍ-UNG. Yngsti gestur þingsins var eins mánaðar gamall.

Kristján Þórður, Gundega og Birkir Snær sögðu þingfulltrúum frá reynslu sinni af störfum innan verkalýðshreyfingarinnar.

Reynsluboltar gáfu góð ráð

Helsta málefni þingsins var efling ungs fólks til að hafa áhrif. Gestir voru Gundega Jaunlinina, varaformaður Hlífar, Birkir Snær Guðjónsson, varaformaður AFLs og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ. Gestir sögðu þingfulltrúum frá reynslu sinni af verkalýðsmálum og hvernig vegferð þeirra hafi verið innan hreyfingarinnar til dagsins í dag. Ungu fólki voru gefin góð ráð og það hvatt til áhrifa enda mikilvægt að raddir ungs fólks heyrist í samfélaginu.

Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambandsins, ávarpaði þingið. Hvatti hann unga fólkið til dáða og sagði mikilvægt að það léti til sín taka innan hreyfingarinnar og í samfélaginu öllu.

Stjórn ASÍ-UNG árin 2024 til 2025 er skipuð eftirfarandi:

Ástþór Jón Ragnheiðarson

Ásdís Helga Jóhannsdóttir

Birgitta Ragnarsdóttir

Þorvarður Bergmann Kjartansson

Elsa Hrönn Gray Auðunsdóttir

Guðmunda Steina Jósefsdóttir

Andri Ólafsson

Svanfríður Guðrún Bergvinsdóttir

Inga Fanney Rúnarsdóttir

Varamenn:

Mateusz Gabríel K. Róbertsson

Svandís Dóra Jónsdóttir

Elín Ósk Sigurðardóttir

Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands, ávarpaði þingið.

Ástþór Jón áfram starfandi formaður

Stjórn skipar með sér verkum samkvæmt samþykktum ASÍ-UNG og ákvað nýkjörin stjórn að Ástþór Jón Ragnheiðarson yrði áfram starfandi formaður og Ásdís Helga Jóhannsdóttir áfram starfandi varaformaður.

 ASÍ óskar nýkjörinni stjórn til hamingju og hlakkar til að fylgjast með ASÍ-UNG halda áfram að efla stöðu og réttindi ungs launafólks í landinu.

Tengdar fréttir

  • ASÍ telur líkur á auknu atvinnuleysi

    Vinnumarkaður sýnir merki um kólnun og líkur eru á auknu…

    Ritstjórn

    31. okt 2025

  • Frumvarp um atvinnuleysistryggingar illa ígrundað, gallað og gerræðislegt

    Alþýðusamband Íslands telur að frumvarp um breytingar á lögum um…

    Ritstjórn

    30. okt 2025

  • Hagspá ASÍ 2025 komin út

    Hagspá Alþýðusambands Íslands 2025 hefur nú verið birt. Spáin nær…

    Arnaldur Grétarsson

    30. okt 2025