Varða auglýsir eftir rannsóknastjóra

Höfundur

Ritstjórn

Varða-Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins leitar eftir að ráða rannsóknastjóra til starfa. Varða er ung stofnun í uppbyggingarfasa sem er spennandi vettvangur fyrir metnaðarfulla rannsakendur.

Leitað er að einstaklingi sem hefur djúpa og viðamikla þekkingu á megindlegri aðferðafræði rannsókna í félagsvísindum. Getur leitt rannsóknaverkefni í innlendu og/eða erlendu samstarfi, hefur sérfræðiþekkingu á rannsóknarsviði sem tengist vinnumarkaði, kaupum og kjörum, getur unnið úr niðurstöðum rannsókna, birt þær niðurstöður á fræðilegum vettvangi í ritrýndum greinum og greint frá niðurstöðum rannsókna.

Hægt er að sækja um starfið með því að fylla út umsókn hér.

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um páska

    ASÍ styrkir Samhjálp um 400 þúsund krónur nú í aðdraganda…

    Arnaldur Grétarsson

    15. apr 2025

    Kaffistofa Samhjálpar og merki Samhjálpar
  • Opið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Eðvarðs Sigurðssonar 2025

    Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til…

    Arnaldur Grétarsson

    8. apr 2025

    Eðvarð Sigurðsson
  • Engar tryggingar í frumvarpi um verð á raforku til almennings

    Stjórnvöld taki ekki tillit til sérstöðu raforkumála á Íslandi Alþýðusamband…

    Ritstjórn

    26. mar 2025